Viðskipti erlent

Hagvöxtur í Bandaríkjunum ekki hægari í tvö ár

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Hagvöxtur hefur ekki verið hægari í Bandaríkjunum í tvö ár. Hagkerfi landsins óx um hálft prósent á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 1,4 prósent á síðasta fjórðingi 2015. Slæmt ástand á alþjóðamörkuðum og lágt olíuverð er sagt spila stóran þátt í slæmum hagvexti.

Samkvæmt frétt Bloomberg hefur fjárfesting á alþjóðavísu ekki verið lægri í um sjö ár. Seðlabanki Bandaríkjanna segir þó að atvinnuleysi sé lágt og laun hafi hækkað. Því sé grundvöllur fyrir aukinni eyðslu og auknum efnahagsvexti.

Nánast allar hliðar efnahagskerfis Bandaríkjanna uxu ekki, nema húsnæðismarkaðurinn. Talið er að um tímabundið ástand sé að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×