Viðskipti erlent

Hagvöxtur á evrusvæðinu var 1,5 prósent í fyrra

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á síðasta ársfjórðungi jókst hagvöxtur um 0,3 prósent á evrusvæðinu.
Á síðasta ársfjórðungi jókst hagvöxtur um 0,3 prósent á evrusvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hagvöxtur á evrusvæðinu mældist 1,5 prósent á árinu 2015. Á síðasta ársfjórðungi jókst hagvöxtur um 0,3 prósent milli ársfjórðunga, samkvæmt tölum Eurostat. 

BBC greinir frá því að hagvöxtur í Evrópusambandinu mældist 0,3 prósent á fjórða ársfjórðungi og 1,8 prósent á árinu. Hagvöxtur dróst saman, sem gefur vísbendingu um þörf á frekari aðgerðum til að auka hagsæld á svæðinu. 

Iðnaðarframleiðsla dróst saman um eitt prósent í desember bæði á evrusvæðinu og innan Evrópusambandsins. Á milli ára dróst hann saman um 1,3 prósent á evrusvæðinu og um 0,8 prósent innan Evrópusambandsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×