Viðskipti erlent

Hagnaður Volkswagen minnkar

Finnur Thorlacius skrifar
Hinn sjö sæta Volkswagen Crossblue á að hjálpa til við sölu bíla í Bandaríkjunum.
Hinn sjö sæta Volkswagen Crossblue á að hjálpa til við sölu bíla í Bandaríkjunum.
Þegar talið hefur verið uppúr buddunum hjá Volkswagen bílfjölskyldunni fyrir annan fjórðung þessa árs kemur í ljós að hagnaður er minni en á sama tíma í fyrra.

Helst er um að kenna minnkandi sölu Volkswagen bíla í Bandaríkjunum og óhagstæðri gjaldmiðlaþróun. Hagnaðurinn nú nemur þó 520 milljörðum króna en var 537 milljarðar í fyrra og lækkaði því um 3,1%.

Velta Volkswagen minnkaði um 2,2% á þessum þremur mánuðum, frá apríl til júní. Mikið framlag Audi og Porsche til hagnaðar samsteypunnar bjargaði því þó að hagnaðarminnkunin var ekki meiri.

Sala Volkswagen bíla í Bandaríkjunum minnkaði um 15%, en jókst um 23% hjá Audi en góður vöxtur Porsche, Bentley og Lamborghini vestanhafs vóg upp lélegt gengi Volkswagen þar.

Öðru máli gengdi um sölu Volkswagen bíla í Kína en þar er vöxturinn í sölu svo góður að hann nær að vega upp dræma sölu í Bandaríkjunum og því mun markmið Volkswagen að ná 10 milljón bíla sölu í ár líklega ganga eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×