Viðskipti innlent

Hagnaður Vodafone jókst um 75 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir fjórðunginn hafa verið besta fyrsta fjórðung í sögu fyrirtækisins.
Stefán Sigurðsson forstjóri Vodafone segir fjórðunginn hafa verið besta fyrsta fjórðung í sögu fyrirtækisins. vísir/gva
„Árið 2015 fer vel af stað hjá félaginu með bestu afkomu fyrsta fjórðungs í sögu félagsins,“ segir Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, í tilefni af uppgjöri fyrsta fjórðungs sem birt var í dag. Hann segir tekjur vaxa á sama tíma og rekstrarkostnaður, afskriftir og fjármagnsgjöld lækka sem skilar 75% aukningu hagnaðar á milli ára.

Hagnaður Vodafone á fyrsta fjórðungi nam 236 milljónum króna, sem er 75% aukning frá fyrsta ársfjórðungi 2014. EBITDA hagnaður ársfjórðungsins nam 719 milljónum króna og hækkaði um 13% milli ára. Framlegðaraukning nam 5% á ársfjórðungnum á milli ára. Rekstrarkostnaður lækkaði um 3% á milli ára.

Stefán segir að uppbygging dreifisvæðis Vodafone á sviði 4G háhraðanets haldi áfram og nær kerfið nú til tæplega 83% landsmanna. Uppbygging heldur áfram á árinu og mun ekki einungis snúa að styrkingu háhraðanets á landi heldur einnig til sjófarenda á helstu miðum í kringum landið fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×