Viðskipti innlent

Hagnaður Vís lækkar um 70%

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hagnaður af rekstri Vís nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins.
Hagnaður af rekstri Vís nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins.
Hagnaður af rekstri Vís nam 592 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 1.989 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil 2015.

Samsett hlutfall var 102,1% en var 104,7% á sama tíma í fyrra. Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 1.038 milljónum króna samanborið við 2.973 milljónir króna 2015. Gjaldmiðlatap vegna eigna sem tilheyra erlendri starfemi nam 529 milljónum króna á tímabilinu.

Aðalfundur félagsins sem haldinn var þann 16. mars síðastliðinn samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 2.067 milljónum króna sem greidd var til hluthafa þann 15. apríl síðastliðinn.  Félagið keypti eigin hluti fyrir 574 milljónir króna á fyrstu níu mánuðunum og átti alls um 3,2 prósent af heildar eigin fé í lok september.

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×