Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS helmingi minni

Óli Kristján Ármannson skrifar
Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri VÍS.
Hagnaður VÍS á þriðja ársfjórðungi dregst saman um 52 prósent miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær.

Hagnaður nú var 454,9 milljónir króna, samanborið við 948,8 milljónir þá. Breytingin fyrstu níu mánuði ársins er svo öllu meiri, 905,8 milljóna hagnaður, samanborið við rúma tvo milljarða í fyrra.

Iðgjöld á þriðja fjórðungi námu 11,9 milljörðum, en voru 12 milljarðar á sama tíma í fyrra. Sagt er í tilkynningu frá Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur, forstjóra VÍS, að tjónaþungi hafi verið talsverður, bæði hafi tjónum fjölgað og svo hafi stórtjón í júlíbyrjun áhrif. Þá varð stórbruni í Skeifunni í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×