Viðskipti innlent

Hagnaður VÍS dregst saman

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri, segir afkomuna vera undir væntingum.
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri, segir afkomuna vera undir væntingum.
Vátryggingafélag Íslands, VÍS, hagnaðist um 145 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2016, samanborið við 733 milljónir króna á sama tímabili 2015.

Samsett hlutfall var 104,5 prósent en var 105,2 prósent á sama tíma í fyrra .Tekjur af fjárfestingastarfsemi námu 425 milljónum króna samanborið við 1.113 milljónir króna árið 2015.

„Afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi var undir væntingum þrátt fyrir ágætan vöxt í innlendum iðgjöldum, en bókfærð iðgjöld innanlands hækkuðu  um 11% frá sama tímabili í fyrra. Afkoman litast af slakri afkomu af skaðatryggingastarfsemi en tap er af bæði frjálsum og lögboðnum ökutækjatryggingum á tímabilinu. Fjárfestingastarfsemin innanlands gekk vel og var ávöxtun þeirra eigna 2,2% á fjórðungnum. Nokkuð gengis- og gjaldmiðlatap varð hins vegar af erlendum eignum félagsins eða um 300 milljónir króna. Félagið hefur dregið úr erlendri stöðu sinni á fjórðunginum,“ segir Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri í tilkynningu.

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 16. Mars síðastliðinn var samþyktt aðrgreiðslu að fjárhæð 2 milljörðum króna sem greidd var til hluthafa þann 15. Apríl síðastliðinn. Gjaldþolshlutfall í lok mars var 1,86.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×