Viðskipti innlent

Hagnaður vex hjá Yrsu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Yrsa Sigurðardóttir ehf. hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári.
Yrsa Sigurðardóttir ehf. hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári. Mynd/Sigurjón Ragnar
Yrsa Sigurðardóttir ehf., rekstrarfélagið í kringum bókaútgáfu höfundarins, hagnaðist um 32,2 milljónir króna á síðasta ári. Um er að ræða tæplega fimmtíu prósent meiri hagnað en árið 2014, þegar hann nam 21,9 milljónum króna.

Eigið fé í árslok nam 38,3 milljónum króna, samanborið við 23 milljónir árið áður. Eignir námu í árslok 46,7 milljónum króna, samanborið við 28,9 milljónir króna í árslok 2014. Greiddur verður út arður að fjárhæð 25 milljónir króna árið 2016 vegna rekstrarársins 2015.

Yrsa Sigurðardóttir hefur sent frá sér ellefu glæpasögur og kom Sogið út árið 2015. Hagnaður Yrsu er um þriðjungur af hagnaði Gilhaga, útgáfufélags Arnaldar Indriðasonar. Árið áður var hagnaður Arnaldar hins vegar sexfaldur hagnaður Yrsu.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×