Viðskipti innlent

Hagnaður Varðar niður um 26%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, er hér á miðri mynd. Hún var tekin þegar Vörður hlaut Jafnlaunavottun VR.
Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, er hér á miðri mynd. Hún var tekin þegar Vörður hlaut Jafnlaunavottun VR. Vörður
Tryggingafélagið Vörður hagnaðist um 487 milljónir króna eftir skatta í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið á undan var jákvæð um 658 milljónir og því um 26 prósenta lækkun að ræða milli ára.

Samkvæmt uppgjörstilkynningu Varðar til fjölmiðla námu iðgjöld ársins 2016 alls 6,8 milljörðum króna og jukust um 18 prósent milli ára. Tjón ársins námu 5,3 milljörðum fjárfestingatekjur voru 854 milljónir. Heildariegnir í lok árs námu 12.4 milljörðum króna og eigið fé félagins var jákvætt um 3,6 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×