Viðskipti innlent

Hagnaður umfram væntingar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Sigfússon segir að óveður hafi sett strik í reikninginn.
Gylfi Sigfússon segir að óveður hafi sett strik í reikninginn.
„Hagnaður Eimskips eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2015 er umfram væntingar, einkum vegna jákvæðs gengismunar," segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Afkomutilkynning vegna fyrsta fjórðungs var birt í Kauphöll í kvöld. 

Rekstrartekjur voru 112,7 milljónir eða 16,7 milljarðar. EBITDA samsvarar 858 milljónum króna en hafði verið 888 milljónir árið á undan. Hagnaður eftir skatta samsvarar 222 milljónum en árið áður var tap eftir skatta.

Gylfi segir að slæm veðurskilyrði hafi haft áhrif á reksturinn á fyrsta ársfjórðungi. „Skip félagsins áttu erfitt með að halda áætlun vegna þessa og kostnaður jókst vegna yfirvinnu og aukinnar olíunotkunar. Að auki lentu frystiskip félagsins í Noregi í óvæntum bilunum á tímabilinu. Innanlandsstarfsemin á Íslandi varð einnig fyrir áhrifum af slæmu veðri, einkum landflutningarnir og hafnarstarfsemin,‟ segir Gylfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×