Hagna­ur SÝmans nam 2,9 millj÷r­um

 
Vi­skipti innlent
10:03 19. FEBR┌AR 2016
Tekjur ßri­ 2015 nßmu 30,4 millj÷r­um, samanbori­ vi­ 30,3 milljar­a ßri­ 2014.
Tekjur ßri­ 2015 nßmu 30,4 millj÷r­um, samanbori­ vi­ 30,3 milljar­a ßri­ 2014.

Hagnaður Símans árið 2015 nam 2.875 milljónum króna og lækkaði um 399 milljónir milli ára. Á árinu 2014 varð söluhagnaður vegna krafna á Glitni, dótturfélags og fastafjármuna að fjárhæð 753 milljónir króna. Án þessara liða hækkar hagnaður á milli ára.

Tekjur árið 2015 námu 30,4 milljörðum, samanborið við 30,3 milljarða árið 2014. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 8 milljörðum samanborið við 8,3 milljarða árið 2014. EBITDA hlutfallið er 24,6 prósent fyrir árið 2015, en var 27,4 prósent árið 2014.

Vaxtaberandi skuldir námu 24,2 milljörðum króna í lok árs 2015 en voru 25,4 milljarðar í árslok 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,1 milljarður króna í lok árs 2015 og lækkuðu um 1,3 milljarða á árinu 2015.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 52,8% í lok árs 2015 og eigið fé 32,8 milljarðar króna. 

„Síminn hefur nú betri burði til að sækja fram eftir afrakstur endurskipulagningar á samstæðunni á síðasta ári. Afkoman er í takt við áætlanir okkar, sem við kynntum í aðdraganda skráningar Símans á markað í október. Skipti, Síminn og Skjárinn sameinuðust á síðasta ári og upplýsingatæknisvið Símans var fært undir dótturfélagið Sensa. Vöruframboði samstæðunnar var breytt og fókusinn stilltur,“ segir Orri Hauksson, forstjóri í tilkynningu.
 


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Vi­skipti / Vi­skipti innlent / Hagna­ur SÝmans nam 2,9 millj÷r­um
Fara efst