Hagnađur Símans nam 2,9 milljörđum

 
Viđskipti innlent
10:03 19. FEBRÚAR 2016
Tekjur áriđ 2015 námu 30,4 milljörđum, samanboriđ viđ 30,3 milljarđa áriđ 2014.
Tekjur áriđ 2015 námu 30,4 milljörđum, samanboriđ viđ 30,3 milljarđa áriđ 2014.

Hagnaður Símans árið 2015 nam 2.875 milljónum króna og lækkaði um 399 milljónir milli ára. Á árinu 2014 varð söluhagnaður vegna krafna á Glitni, dótturfélags og fastafjármuna að fjárhæð 753 milljónir króna. Án þessara liða hækkar hagnaður á milli ára.

Tekjur árið 2015 námu 30,4 milljörðum, samanborið við 30,3 milljarða árið 2014. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 8 milljörðum samanborið við 8,3 milljarða árið 2014. EBITDA hlutfallið er 24,6 prósent fyrir árið 2015, en var 27,4 prósent árið 2014.

Vaxtaberandi skuldir námu 24,2 milljörðum króna í lok árs 2015 en voru 25,4 milljarðar í árslok 2014. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru 20,1 milljarður króna í lok árs 2015 og lækkuðu um 1,3 milljarða á árinu 2015.

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 52,8% í lok árs 2015 og eigið fé 32,8 milljarðar króna. 

„Síminn hefur nú betri burði til að sækja fram eftir afrakstur endurskipulagningar á samstæðunni á síðasta ári. Afkoman er í takt við áætlanir okkar, sem við kynntum í aðdraganda skráningar Símans á markað í október. Skipti, Síminn og Skjárinn sameinuðust á síðasta ári og upplýsingatæknisvið Símans var fært undir dótturfélagið Sensa. Vöruframboði samstæðunnar var breytt og fókusinn stilltur,“ segir Orri Hauksson, forstjóri í tilkynningu.
 


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Hagnađur Símans nam 2,9 milljörđum
Fara efst