Viðskipti innlent

Hagnaður Regins eykst um 40% milli ára

Haraldur Guðmundsson skrifar
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins fasteignafélags.
Helgi S. Gunnarsson er forstjóri Regins fasteignafélags. Vísir/Valli
Reginn fasteignafélag hagnaðist um 750 milljónir króna á fyrri helmingi ársins. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum 2013 nam 534 milljónum og jókst því um rúm 40 prósent milli ára.

Í afkomutilkynningu félagsins segir að rekstrartekjur hafi numið 2.181 milljón og að bókfært virði fjárfestingareigna félagsins hafi verið um 51,5 milljarðar króna, við lok tímabilsins. Reginn á 54 fasteignir og þar á meðal verslunarmiðstöðina Smáralind og Egilshöll í Grafarvogi.

„Félagið hefur nú endurfjármagnað öll dótturfélög sín og er endurfjármögnunarferli sem hófst eftir skráningu félagsins því lokið. Fjármögnun er í öllum tilvikum í formi eignatryggðra skuldabréfaflokka. Stjórnendur félagsins telja að horfur í rekstri séu góðar og engar vísbendingar eru um annað en að áætlanir félagsins standistí öllum aðalatriðum,“ segir í afkomutilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×