Viðskipti innlent

Hagnaður N1 nam 1,6 milljörðum króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagnaður N1 jókst verulega á milli ára.
Hagnaður N1 jókst verulega á milli ára.
Hagnaður N1 á síðasta ári nam 1,6 milljörðum króna, en var 670 milljónir króna árið undan. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) árið 2014 nam 2,7 milljörðum samanborið við tæplega 1,8 milljarða króna árið 2013.

Þrátt fyrir þessa rekstrarniðurstöðu segir í afkomutilkynningu að þróun heimsmarkaðsverðs á olíu undir lok ársins hafi haft neikvæð áhrif á afkomu félagsins. Hagnaður félagsins á fjórða fjórðungi nam aftur á móti tæplega 283 milljónum króna borið saman við 141 milljóna króna tap árið á undan.

Rekstrarkostnaður dróst saman á fjórða fjórðungi og var um 282 milljónum lægri en í sama fjórðugni árið á undan. Hann var því tæplega 1,8 milljarðar króna. Ástæðan er einkum rakin til þess að kostnaður við skráningu félagsins á markað undir lok árs 2013 var hár.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×