Viðskipti innlent

Hagnaður N1 dregst saman milli ára

Sæunn Gísladóttir skrifar
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 374 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2016 hjá N1.
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 374 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi 2016 hjá N1. Vísir/Vilhelm
Rekstrarhagnaður N1 á fyrsta ársfjórðungi 2016 nam 118 milljónum króna þegar tekið er tillit til þýðingarmunar vegna starfsemi erlends hlutdeildarfélags. Rekstrarhagnaður drógst saman milli ára.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 374 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við 269 milljónir króna árið 2015.

Framlegð af vörusölu jókst um 4,8 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Selt magn án JET lækkaði um 14,9 prósent á milli ára vegna minni umsvifa í sjávarútvegi segir í tilkynningu.



Eigið fé var 6,8 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall 35,3 prósent í lok fyrsta ársfjórðungs.

Arðsemi eiginfjár var 6,6 prósent á fjórðungnum samanborið við 4,9 prósent ári áður. Á aðalfundi þann 16. Mars síðastliðinn var samþykkt að greiða arð að fjárhæð 1.050 milljóna króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×