Viðskipti innlent

Hagnaður IKEA á Íslandi nær tvöfaldast

ingvar haraldsson skrifar
Hagnaður IKEA jókst milli ára og laun framkvæmdastjórans hækkuðu.
Hagnaður IKEA jókst milli ára og laun framkvæmdastjórans hækkuðu.
Miklatorg ehf., sem rekur verslun IKEA hér á landi hagnaðist um 637 milljónir króna á síðasta rekstarári sem lauk þann 31. ágúst síðastliðinn. Hagnaður félagsins nær tvöfaldaðist milli ára en rekstarárið 2013-2014 nam hagnaðurinn 357 milljónum króna.

Tekjur félagsins jukust um 900 milljónir milli ára og námu 7,5 milljörðum króna. Þá jukust rekstrarútgjöld úr 6,2 milljörðum í 6,8 milljarða.

Samkvæmt því sem fram kemur í ársreikningnum hækkuðu heildarlaun Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra félagsins úr 23,5 milljónum króna í 34,2 milljónum eða úr 1,96 milljónir á mánuði í 2,85 milljónir á mánuði.

Meðalheildarlaun og launatengd gjöld á starfsmann hjá IKEA hækkuðu einnig, úr 476.527 krónur á mánuði í 524.886 krónur á mánuði. Starfsmannafjöldi í árslok voru 225.

Þá voru fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld jákvæð um 19 milljónir króna sem er 50 milljóna viðsnúningur milli ára. EBIDTA hagnaður nam 815 milljónum sem er 300 milljónum meira en á fyrra ári.

Eignir félagsins nema 2,2 milljörðum og þar munar mest um milljarð í vörubirgðir. Eigið fé félagsins nemur 1,2 milljörðum og skuldir 990 milljónum.

Í ársreikningnum er lagt til að 400 milljónir verði greiddar í arð vegna rekstarársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×