Viðskipti innlent

Hagnaður HB Granda eykst um tæp 150% milli ára

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Venus er eitt af skipum HB Granda.
Venus er eitt af skipum HB Granda. vísir/gva
Hagnaður HB Granda  eftir skatta á fyrsta fjórðungi ársins nam 2,1 milljarði króna samanborið við 845 milljónir króna í fyrra. Tekjur námu 8,0 milljörðum króna samanborið við 6,3 milljörðum í fyrra og EBITDA 3,2 milljörðum samanborið við 1,4 milljörðum í fyrra.

Í tilkynningu segir að hækkun tekna og EBITDA skýrist að mestu vegna betri loðnuvertíðar. Móttekinn loðnuafli til vinnslu nam 67,9 þús. tonnum, samanborið við 21,7 þús. tonn árið áður. Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2015 var afli skipa félagsins 11,5 þúsund tonn af botnfiski og 57,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski. 

Afkoma loðnuveiða og vinnslu hefur veruleg áhrif á rekstur HB Granda hf. og þá sér í lagi fyrsta ársfjórðung hvers árs.  Miklar sveiflur hafa verið bæði í aflamarki á loðnu og verði afurða á undanförnum árum.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×