Viðskipti erlent

Hagnaður fjölmiðlaveldis Rupert Murdoch hrynur

ingvar haraldsson skrifar
Rupert Murdoch.
Rupert Murdoch. vísir/getty
Hagnaður fjölmiðlaveldisins News Corp, sem er í eigu Rupert Murdoch, dróst saman um 52% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við sama ársfjórðung árið 2014. BBC greinir frá.



News Corp, á m.a. dagblöðin The Times, The Sunday Times og The Wall Street Journal. Helst munaði um að auglýsingatekjur samstæðunnar drógust saman um 12% og tekjur af áskriftum og blaðasölu drógust saman um 6%. Hagnaður samstæðunnar nam 23 milljónum dollara eða um 3 milljörðum íslenskra króna.

Helst var vöxtur í bókaútgáfu hjá News Corp en þeir eiga m.a. útgáfufyrirtækið HarperCollins. Tekjur af bókaútgáfu jukust um 14% og munaði þar einna helst um vinsældir ævisögu hins látna hermannsins Chris Kyle, sem ber titilinn American Sniper. Nýverið var kvikmynd gerð eftir bókinni sem einnig heitir American Sniper en þar fór Bradley Cooper með hlutverk Chris Kyle.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×