Viðskipti innlent

Hagnaður Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins eykst

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður.
Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður.
Hagnaður af rekstri Fiskmarkaðarins nam 48,1 milljón króna á síðasta ári, en hann var 34,8 milljónir árið á undan. Hagnaðurinn jókst því um 13,3 milljónir eða 38 prósent á milli ára. Hluthafar í félaginu eru tveir. Það er þau Ágúst Reynisson og Hrefna Rósa Jóhannsdóttir Sætran, en þau eiga helmingshlut hvort. Þau munu fá greiddan arð í ár að upphæð 34 milljónir króna. Í fyrra voru ellefu milljónir greiddar í arð og þar áður 5,4 milljónir.

Hagnaður Grillmarkaðarins, sem er dótturfélag Fiskmarkaðarins, nam 56,6 milljónum króna í fyrra. Það er einnig veruleg aukning frá árinu á undan þegar hagnaðurinn nam 32,6 milljónum króna. Eigendur Grillmarkaðarins eru þrír, en það eru matreiðslumaðurinn Guðlaugur Papkum Frímannsson, sem á 30 prósent, Fiskmarkaðurinn á 60% og Grillmarkaðurinn á 10% hlut í sjálfum sér. Fimmtíu milljóna króna arður verður greiddur hluthöfum í ár.

Veitingastaðirnir Grillmarkaðurinn og Fiskmarkaðurinn eru báðir í miðborg Reykjavíkur. Fiskmarkaðurinn er í Aðalstræti 12 en Grillmarkaðurinn er í nýlegu húsnæði á horni Lækjargötu og Austurstrætis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×