Viðskipti innlent

Hagnaður Epal minnkar

Sæunn Gísladóttir skrifar
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, er stærsti hluthafi Epal og átti tæplega 52 prósenta hlut í árslok 2015.
Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, er stærsti hluthafi Epal og átti tæplega 52 prósenta hlut í árslok 2015. Vísir/GVA
Á árinu 2015 var hagnaður á rekstri Epal hf. að fjárhæð 39,6 milljónir króna, samanborið við 41,3 milljóna króna hagnað árið áður. Stjórn félagsins gerir að tillögu sinni að hagnaðinum verði varið til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé fyrra árs.

Eignir félagsins námu 424 milljónum króna í árslok, samanborið við 359,4 milljónir króna árið áður.

Eigið fé nam 207 milljónum samanborið við 181 milljón í árslok 2014. Skuldir námu 217 milljónum í árslok 2015, samanborið við 178 milljónir árið áður.

Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, er stærsti hluthafi Epal og átti tæplega 52 prósenta hlut í árslok 2015. Framkvæmdastjóri Epal í árslok 2015 var Kjartan Páll Eyjólfsson.

Á árinu 2015 störfuðu hjá Epal að meðaltali 14 starfsmenn og námu launagreiðslur til þeirra 117,4 milljónum króna. Þóknun til stjórnar og endurskoðenda var engin.

Epal design ehf., dótturfélag Epal, sem sinnti sölu á hönnunarvöru í fríhöfnum, tapaði 23,6 milljónum á síðasta ári, samanborið við 14 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstri félagsins var hætt í ár. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×