Viðskipti innlent

Hagnaður Búllunnar eykst um þriðjung

Ingvar Haraldsson skrifar
Tómas A. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar.
Tómas A. Tómasson, stofnandi Hamborgarabúllunnar. Vísir/GVA
Hagnaður Hamborgarabúllu Tómasar jókst um 31,6 prósent á síðasta ári. Fyrirtækið hagnaðist um 27,7 milljónir króna árið 2015 miðað við 21 milljónar króna hagnað árið þar á undan.

Rekstrarhagnaður fyrirtækisins jókst um 9,6 milljónir króna og nam 41,6 milljónum.

Í ársreikningnum eru sérleyfissamningar bókfærðir á 85 milljónir króna sem er nýr liður í ársreikningnum. Hamborgarabúllan mun í haust reka níu staði erlendis en opna á Hamborgarabúllu í Róm. Auk þess er stefnt að opnun annars veitingastaðar í Berlín.

Heildareignir félagsins nema 315 milljónum króna og hækka úr 158 milljónum króna árið 2014. Eigið fé nemur 205,2 milljónum króna. Þá nema skuldir félagsins 109,7 milljónum króna og hækka um 44 milljónir króna milli ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×