Innlent

Hagkvæmt að lenda í Keflavík

Sveinn Arnarsson skrifar
Guðjón Arngrímsson Upplýsingafulltrúi Icelandair.
Guðjón Arngrímsson Upplýsingafulltrúi Icelandair.
Icelandair hefur margoft á síðustu árum velt fyrir sér fyrirkomulagi leiðakerfis síns og telur hagkvæmast að lenda á Keflavíkurflugvelli.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að ríkið ætli sér að liðka til fyrir beinu flugi frá Akureyri og Egilsstöðum allt árið um kring og veita fjármagn í markaðssetningu flugvallanna.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fyrirtækið hafa byggt þjónustu sína í kringum Keflavíkurflugvöll og að það sé hagkvæmast að fljúga á þann stað. „Okkar leiðakerfi felst einkum í hagkvæmum tengingum um alþjóðaflugvöllinn í Keflavík og þar höfum við byggt upp okkar starfsemi. Við höfum skoðað möguleika á millilandaflugi til Akureyrar og Egilsstaða reglulega á undanförnum árum með þeirri niðurstöðu að halda okkur við Keflavík, með beinu flugi þaðan til Akureyrar yfir sumartímann. Án vafa verður þetta áfram kannað,“ segir Guðjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×