Viðskipti innlent

Hagkaup lokaði eftir rétt tæp 30 ár

Haraldur Guðmundsson skrifar
Búð Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var tæmd um helgina.
Búð Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var tæmd um helgina. Vísir/GVA
Verslun Hagkaups á 2. hæð Kringlunnar var lokað á mánudag. Rýmingarsölu þar sem vörur voru seldar með 50 prósenta afslætti lauk daginn áður og búðin þá gott sem tæmd.

Þar með lauk tæpum 30 ára rekstri Hagkaups á 2. hæð en verslunin opnaði sama dag og Kringlan eða 13. ágúst 1987. H&M hefur nú tryggt sér verslunarplássið og rekstur Hagkaups á 2. hæð mun sameinast matvöruverslun fyrirtækisins á jarðhæð. Eins og kom fram í síðustu viku munu forsvarsmenn Kringlunnar ráðast í umtalsverðar framkvæmdir til að undirbúa komu H&M. Um 1.000 fermetra verslunarrými mun þá myndast við hlið plássins þar sem sænski fataverslunarrisinn verður í Kringlunni en ekki hefur verið tilkynnt hver mun fylla það.

Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×