Innlent

Hagkaup lokað eftir ammoníaksleka í Vífilfell

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Höfuðstaður Norðurlands.
Höfuðstaður Norðurlands. vísir/vilhelm
Verslun Hagkaupa á Akureyri var lokað nú skömmu fyrir klukkan níu eftir að megn ammoníakslykt fannst inn í henni. Lyktin var hreinsuð út og hefur verslunin nú verið opnuð á nýjan leik.

Samkvæmt RÚV lak efnið úr kælipressu í verksmiðju Vífilfells sem stendur þar hjá. Þaðan barst það inn í loftræstikerfi verslunarinnar. Er gert hafði verið við kælipressuna var búðin opnuð á nýjan leik.

Á Akureyri fara fram tvær hátíðir þetta árið. Hin venjubundna Ein með öllu en að auki er þar fjöldi fólks mættur til að vera á Unglingalandsmóti UMFÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×