Viðskipti innlent

Hagkaup innkallar barnaföt

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Flíkurnar sem Hagkaup hefur innkallað.
Flíkurnar sem Hagkaup hefur innkallað. Vísir/Neytendastofa
Neytendastofa hefur innkallað barnaflíkur frá Hagkaup þar sem bönd í flíkunum eru of löng og geta valdið slysahættu. Frá þessu er greint á heimasíðu Neytendastofu.

Um er að ræða annars vegar lillabláar buxur af gerðinni Kids up, með lausum og löngum böndum í buxnastreng og hins vegar úlpu í grænum felulitum af gerðinni Rebus með böndum sem hanga niður fyrir fald. Þá er einnig vakin athygli á úlpu frá Weather Report en þar þarf að fjarlægja rennilásatogara sem er of langur. Ekki er krafist innköllunar á úlpunni en boðið er upp á aðstoð fyrir þá sem þess óska við að fjarlægja bandið.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til Hagkaupa og skila þeim eða fjarlægja umrædd bönd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×