Viðskipti innlent

Hagar framlengja langtímafjármögnun félagsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Hagar hf. undirrituðu í dag nýjan lánssamning við Arion banka hf. sem tryggir langtímafjármögnun félagsins. Áður var félagið með lánssamning við bankann sem var á gjalddaga í október 2015, með framlengingarheimild til fjögurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Högum.

Upphæð lánssamningsins er kr. 4.300.000.000,- en mánaðarlegar afborganir eru óbreyttar frá fyrri samningi. Gjalddagi samningsins er í október 2019, með framlengingarheimild til maí 2021. Lánssamningurinn ber breytilega, óverðtryggða millibankavexti (REIBOR) að viðbættu álagi, sem lánveitandi hefur heimild til að endurskoða árlega.

Hagar telja lánskjör hins nýja lánssamnings hagstæðari fyrir félagið. Þá hafi félagið rétt til að greiða lánið upp hvenær sem er á lánstímanum, án kostnaðar. Búið er að létta nokkuð á skuldbindingum félagsins og fjárhagslegum skilyrðum í nýjum lánssamningi að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×