Innlent

Hafþór Júlíus tók þátt í aprílgabbi CCP

Samúel Karl Ólason skrifar
Smá stærðarmunur þarna á.
Smá stærðarmunur þarna á.
Hafþór Júlíus Björnsson, sem þekktur er sem Fjallið í Game of Thrones, tók þótt í aprílgabbi íslenska leikjaframleiðandans CCP. Hann kom fram í þættinum o7: The EVE Online show sem CCP sendir út beint frá höfuðstöðvum sínum í Grandagarði 8 fyrir spilara leiksins EVE Online.

Þátturinn inniheldur viðtöl, fréttir og ýmiskonar innslög er varða EVE heiminn og spilara leiksins. Hann er sendur út á netinu, bæði á Youtube og CCP rás Twitch TV. Stjórnandi þáttarins er CCP Guard, eða Sveinn Jóhannsson Kjarval samfélagsstjóri hjá CCP. Honum til halds og trausts er CCP Mimic, Shana Watermeyer, framleiðandi hjá CCP.

Aprílgabbið gekk út á það að í stað CCP Guard, þá opnaði Hafþór þáttinn í kvöld og þóttist hann vera CCP Guard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×