Lífið

Hafþór Júlíus setur enn eitt heimsmetið

Ellý Ármanns skrifar
,,My 3rd Guinness World Record was made today long day.. Already in bed.. Good night everyone!" skrifaði Hafþór með þessari mynd sem hann setti á Instagram síðuna sína í gær.
,,My 3rd Guinness World Record was made today long day.. Already in bed.. Good night everyone!" skrifaði Hafþór með þessari mynd sem hann setti á Instagram síðuna sína í gær. mynd/Hafþór
Hafþór Júlíus Björnsson , sem fer með hlutverk  Sir Gregor Clegane , eða  Fjallið , í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem sýndir eru á Stöð 2 heldur áfram að gera góða hluti úti í heimi. Hann er staddur á Ítalíu þar sem hann setti sitt þriðja Guinnes heimsmet.  

Við spurðum kappann út í heimsmetið og hvað hann gerði til að verðskulda þennan glæsilega verðlunagrip sem hann er með um hálsinn á myndinni hér að ofan.

,,Við drógum tíu bíla sem voru tengdir saman - 20 metra. Ég vann á tímanum 17 sekúndur," útskýrir Hafþór og bætir við að keppinautur hans, Savickas, hafi dregið bílana sömu vegalengd á 18,03 sekúndum.

Fyrir þá sem ekki vita - hver er Savickas? ,,Zydrunas Savickas vann keppnina Sterkasti maður heims í ár aðeins hálfu stigi á undan mér. Við erum hérna fyrir Guinness World Record að reyna við átta heimsmet í heildina. Við erum búnir að keppa í fjórum greinum. Ég vann tvö og hann tvö," útskýrir Hafþór að vonum ánægður með árangur gærdagsins.


Tengdar fréttir

,,Ég get ómögulega tjáð mig"

Hafþór Júlíus Björnsson, betur þekktur sem Fjallið í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones var dulur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×