Golf

Hafþór Júlíus nýliði ársins á Rider Cup

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sérstakt góðgerðargolfmóti hestamanna sem kallast Rider Cup og fór fram á Húsatóftavelli í Grindavík um helgina og var fjöldi þekktra einstaklinga á meðal þátttakenda. Ofurmennið Hafþór Júlíus Björnsson greip í golfkylfur í fyrsta sinn á mótinu.

Þetta var í annað sinn sem mótið var haldið en Valtýr Björn Valtýsson leit við á mótinu og ræddi við keppendur á borð við Hafþór Júlíus, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir og Sigga Hlö.

„Nei maður er ekki sá nettasti. Ég er 205 cm og 175 kíló og er örugglega meðal þeirra stærstu og þyngstu í þessu sporti. Kannski að þetta sé nýtt Íslandsmet,“ sagði Hafþór áður en hann sló eitt högg fyrir Valtý.

„Þetta voru svona 450 metrar,“ sagði Hafþór þótt Valtýr hafi ekki verið sammála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×