FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 02:00

Ólafía Ţórunn á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring

SPORT

Hafsteinn Hauksson til liđs viđ GAMMA

 
Viđskipti innlent
15:45 17. FEBRÚAR 2017
Hafsteinn Hauksson starfađi áđur hjá Newstate Partners í London.
Hafsteinn Hauksson starfađi áđur hjá Newstate Partners í London.

Hafsteinn Hauksson hefur verið ráðinn til fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management og mun starfa á skrifstofu félagsins í London. Hann hefur starfað hjá ráðgjafarfyrirtækinu Newstate Partners í London frá árinu 2015, en fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði opinberra fjármála, þar á meðal stýringu og endurskipulagningu opinberra skulda. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá GAMMA en Hafsteinn lauk B.Sc. námi í hagfræði frá Háskóla Íslands og er með meistaragráðu í fjármálum og hagfræði frá London School of Economics. Hann starfaði um tíma sem hagfræðingur í greiningardeild Arion banka og einnig sem fjölmiðlamaður með námi, lengst af á fréttastofu Stöðvar 2.

Í tilkynningu GAMMA segir að markmið eigenda og stjórnenda fyrirtækisins sé að útvikka og styrkja grundvöll starfseminnar í London. GAMMA hóf starfsemi í London árið 2015 og í fyrra fékk félagið sjálfstætt starfsleyfi frá breska fjármálaeftirlitinu í Bretlandi. Leyfið heimilar GAMMA að veita viðskiptavinum sínum víðtæka fjármálaþjónustu, sem felur meðal annars í sér fyrirtækjaráðgjöf og fjárfestingarráðgjöf.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Viđskipti / Viđskipti innlent / Hafsteinn Hauksson til liđs viđ GAMMA
Fara efst