Innlent

Hafnfirðingar skoða dömubindasjálfsala

Ingólfur Eiríksson skrifar
Dömubinda- og verjusjálfsalar eru á óskalista ungmnennaráðsiins í Hafnarfirði.
Dömubinda- og verjusjálfsalar eru á óskalista ungmnennaráðsiins í Hafnarfirði. Mynd/AFP
„Stúlkur og konur eru ekki alltaf með dömubindi á sér eða gleyma þeim. Í þeim aðstæðum væri nú gott að hafa sjálfsala sem selja dömubindi,“ segir ungmennaráð Hafnarfjarðar. Bæjarráðið hyggst kanna áhuga heildsala á því að koma upp dömubinda- og smokkasjálfsölum í bænum.

„Mörgum unglingum finnst vandræðalegt að kaupa smokka úti í búð og sumir sleppa því jafnvel að nota smokkinn út af því,“ segir ungmennaráðið.

„Af þessu leiðir að fleiri smitast af kynsjúkdómum og ótímabærar barneignir eiga sér stað.“ Gott væri að sjálfsalarnir yrðu á almenningsklósettum „þar sem enginn tekur eftir fólki“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×