Innlent

Hafnarfjörður var nálægt greiðsluþroti árið 2014

Sveinn Arnarsson skrifar
Stefán B. Gunnlaugsson, dósent í Háskóla Akureyrar.
Stefán B. Gunnlaugsson, dósent í Háskóla Akureyrar.
Veltufjárhlutfall Hafnarfjarðarbæjar í byrjun árs 2015 var svo lágt að það gefur sterklega til kynna að sveitarfélagið hafi verið ansi nálægt greiðsluþroti. Þetta er niðurstaða Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við Háskólann á Akureyri, en ný rannsókn hans á fjárhagslegri heilsu sveitarfélaga sýnir að mörg sveitarfélög séu mjög veik.

„Niðurstöðurnar eru sláandi. Þær gefa til kynna að fjárhagsstaða íslenskra sveitarfélaga hafi oft verið slök,“ segir Stefán. Stefán notar líkan til að meta heilsu sveitarfélaga og raðar sveitarfélögum upp eftir einkunnum úr líkaninu.

Meginástæða lélegrar einkunnar Hafnarfjarðar hafi verið slæm greiðslustaða bæjarfélagsins. „Svo lágt veltufjárhlutfall gefur sterklega til kynna að sveitarfélagið hafi í raun verið nálægt greiðsluþroti,“ að mati Stefáns.

Í rannsókn Stefáns skoðar hann einnig hvort fjölmenn sveitarfélög séu betur á sig komin andlega sem og að skoða hvort sveitarfélög landsbyggða séu öðruvísi en höfuðborgarinnar. Rannsóknin gefur til kynna að litlu sveitarfélögin standi betur en þau stærri.

Þau fá hærri einkunn en þau stærri. Hins vegar var ekki marktækur munur á einkunn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.

Stefán mun kynna rannsókn sína í Háskólanum á Akureyri í hádeginu í dag.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×