Innlent

Hafna matsmanni í nauðgunarrannsókn

Ingvar Haraldsson skrifar
Dómarar í Hæstarétti staðfestu dóm Héraðsdóms Vestfjarða.
Dómarar í Hæstarétti staðfestu dóm Héraðsdóms Vestfjarða. fréttablaðið/GVA
Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Vestfjarða um að hafna beiðni Lögreglunnar á Vestfjörðum um að dómskvaddur matsmaður verði skipaður í nauðgunarmáli sem embættið hefur til rannsóknar.

Lögreglan fór fram á að dómskvaddur sálfræðingur myndi meta hvort fórnarlamb í nauðgunarmáli sem er til rannsóknar hjá lögreglu hafi einkenni áfallastreituröskunar. Einnig átti matsmaðurinn að meta hversu líklegt það væri að áfallastreituröskunin væri orsök nauðgunarinnar.

Lögmaður hins ákærða gerði hins vegar athugasemdir við orðalag spurningarinnar. Ekki væri eðlilegt að matsmaður svaraði hvort áfallastreituröskun væri afleiðing nauðgunar.

Í dómi Héraðsdóms segir að ekki sé þörf á, þegar liggi fyrir mat sálfræðinga á ástandi stúlkunnar þar sem segir: „Sálræn einkenni hennar í kjölfar áfallsins samsvöruðu einkennum sem eru þekkt hjá fólki sem hefur upplifað alvarleg áföll eins og líkamsárás, nauðgun, stórslys eða hamfarir.“

Dómari mat það svo að ekki væri nauðsynlegt að skipa dómskvaddan matsmann til þess að hægt væri að meta sekt eða sakleysi í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×