Sport

Hafdís bætti Íslandsmetið sitt í langstökki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. Vísir/Auðunn
Hafdís Sigurðardóttir úr UFA bætti í kvöld Íslandsmetið í langstökki á öðrum hluta Vormóts UFA.

Hafdís Sigurðardóttir stökk 6,45 metra en gamla metið hennar var stökk upp á 6,41 metrar en hún setti það í Evrópukeppni landsliða í Tbliisi í Georgíu í fyrra.

Stökkséría hennar var mjög jöfn og góð að þessu sinni. Hafdís átti lengst stökk sem mældist 6,54 metrar en meðvindur var 2,1 m/sek eða 1/10 yfir löglegum mörkum.

Þetta er í þriðja sinn sem Hafdís bætir Íslandsmetið í langstökki utanhúss en hún eignaðist það fyrst fyrir tveimur árum og tveimur dögum betur þegar hún stökk 6,36 og bætti tæplega tíu ára met Sunnu Gestsdóttur.

Hafdís Sigurðardóttir er að byrja tímabilið vel en hún keppir aftur í langstökki á Smáþjóðaleikunum í næstu viku.





Hafdís sátt með metið í kvöld.mynd/facebook-síða hafdísar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×