Sport

Hafdís: Nota þessi þrjú stökk eins vel og ég get

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hafdís setur stefnuna á úrslitin í langstökki á EM í frjálsum íþróttum í Prag. Hér er hún með Anítu Hinriksdóttur.
Hafdís setur stefnuna á úrslitin í langstökki á EM í frjálsum íþróttum í Prag. Hér er hún með Anítu Hinriksdóttur. vísir/Auðunn
Hafdís Sigurðardóttir, UFA, er ein af sex íslenskum keppendum sem taka þátt á EM í frjálsum íþróttum í Prag en mótið hefst síðdegis í dag og stendur fram á sunnudag.

Hafdís hefur leik á morgun þegar hún keppir í undanrásunum í langstökki. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagðist hún stefna á að komast í úrslitin sem fara fram á laugardaginn.

„Ég ætla að nota þessi þrjú stökk sem ég fæ eins og vel og ég get,“ sagði Hafdís en íslenski hópurinn var nýkominn upp á hótel þegar Fréttablaðið náði tali af henni.

„Við erum öll rosalega spennt og til í slaginn,“ sagði Hafdís enn fremur en hún segist líklega þurfa að bæta Íslandsmet sitt til að komast áfram.

Íslandsmet Hafdísar, sem hún setti í janúar, er 6,47 metrar en það er 15. besti árangur þeirra 23 sem keppa í langstökkinu í Prag. - iþs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×