Innlent

Hafa stöðvað 24 póstsendingar með fíkniefnum

Atli Ísleifsson skrifar
Stærsta málið sem kom upp á tímabilinu er sending frá Filippseyjum sem reyndist innihalda um það bil tólf grömm af metamfetamíni, sem falið var í skóm.
Stærsta málið sem kom upp á tímabilinu er sending frá Filippseyjum sem reyndist innihalda um það bil tólf grömm af metamfetamíni, sem falið var í skóm. Mynd/tollstjóri
Tollverðir hafa stöðvað 24 póstsendingar sem reyndust innihalda fíkniefni á síðustu tveimur mánuðum. Þessu til viðbótar var ein sending stöðvuð þar sem grunur lék á innflutningi á sterum.

Í tilkynningu frá tollstjóraembættinu segir að stærsta málið sem hafi komið upp á þessu tímabili sé sending frá Filippseyjum sem reyndist innihalda um það bil tólf grömm af metamfetamíni, sem falið var í skóm.

„Í flestum tilvikum var um smærri mál að ræða þar sem handlagt magn var 1 - 2 grömm af fíkniefnum eða nokkur kannabisfræ.

Einnig má nefna að stöðvuð var sending sem reyndist innihalda fíkniefnið Ketamín sem var að koma frá Þýskalandi. Umrætt efni hefur örsjaldan fundist á póstinum en það er svæfingarlyf sem í venjulegum skömmtum skerðir ekki vökuvitund til fullnustu en veldur miklu viðbragðaleysi og þar á meðal mikilli verkjadeyfingu svo og miklu óminni,“ segir í tilkynningunni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×