Innlent

Hafa sett af stað söfnun til að aðstoða Heiðrúnu Mjöll

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Heiðrún Mjöll Bachmann
Heiðrún Mjöll Bachmann mynd/heiðrún
Sett hefur verið af stað söfnun til þess að hjálpa Heiðrúnu Mjöll Bachmann, 21 árs gamalli íslenskri au pair í Níkaragva, með lögfræðikostnað en Heiðrún kærði nauðgun síðastliðinn föstudag.

Heiðrún steig fram í Fréttablaðinu í dag og sagði sögu sína og kviknaði hugmyndin að söfnuninni í kjölfarið í Facebook-hópnum Aktívismi gegn nauðgunarmenningu. Söfnunarreikningur var svo stofnaður síðdegis í dag en reikningsnúmerið er 0137-05-060188 og kennitalan 191294-3519.

Sjá einnig: Íslensk au pair stúlka: Hefur kært Herra Níkaragva fyrir nauðgun

Í samtali við Vísi segist Heiðrún orðlaus yfir þeim stuðningi sem hún hefur fengið í dag eftir að viðtalið við hana birtist.

„Mér datt alveg í hug að það yrðu viðbrögð og allt það en mér datt ekki í hug að það færi í gang söfnun í mínu nafni. Ég er orðlaus og þakklát. Ég er búin að fá svo mikið af kveðjum bæði frá vinum mínum sem vissu ekki af þessu og svo fólki á Facebook og það er mikil hughreysting,“ segir Heiðrún sem segist hafa verið nálægt því að gefast upp í gær. Hún sé hins vegar mjög ánægð með það í dag að hún hafi stigið fram.

Rætt verður nánar við Heiðrúnu í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18.30 og eru í opinni dagskrá að venju og í beinni útsendingu hér á Vísi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×