Erlent

Hafa náð herflugvelli nærri Raqqa úr höndum ISIS

Atli Ísleifsson skrifar
Fullyrt er að allt að níutíu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í síðustu viku í bardögum.
Fullyrt er að allt að níutíu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í síðustu viku í bardögum. Vísir/AFP
Sýrlenskir uppreisnarmenn sem njóta stuðnings Bandaríkjahers segjast hafa náð yfirráðum yfir herflugvelli nálægt sýrlensku borginni Raqqa sem ISIS samtökin hafa haft á sínu valdi síðustu ár.

Taka vallarins er sögð stórt skref í þeirri áætlun að reka samtökin alfarið frá borginni sem hefur verið þeirra sterkasta vígi og svokölluð höfuðborg þeirra.

Uppreisnarmennirnir, sem leiddir eru af kúrdískum hersveitum hafa haldið sókn sinni áfram í átt að borginni og nálgast hana nú óðfluga.

Mannréttindasamtök hafa hinsvegar miklar áhyggjur af óbreyttum borgurum sem búa á svæðinu og er óttast að mannfall geti orðið mikið í þeirra röðum.

Fullyrt er að allt að níutíu óbreyttir borgarar hafi látið lífið í síðustu viku í bardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×