Innlent

Hafa gert samkomulag um fjárhagslegt uppgjör

Birgir Olgeirsson skrifar
Egill Sigurðsson, oddviti sveitastjórnarinnar, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri.
Egill Sigurðsson, oddviti sveitastjórnarinnar, og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri. Vísir
Björgvin G. Sigurðsson og Ásahreppur hafa gert með sér samkomulag um fjárhagslegt uppgjör vegna starfsloka Björgvins. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Ásahrepps og Björgvins þar sem segir að Björgvin hafi viðurkennt að hafa brotið gegn starfsskyldum sínum með því að hafa án fenginnar heimildar ráðstafað fjármunum úr sveitarsjóði Ásahrepps.

Laun Björgvins vegna vinnu í janúar 2014 og uppsafnað orlof hans gengu til greiðslu krafna Ásahrepps og þá féll Björgvin frá rétti til launa í uppsagnafresti. Í yfirlýsingunni kemur fram að Björgvin hafi þegar endurgreitt hreppnum að fullu allar kröfur.

Er samkomulagið sagt fela í sér endanlegar málalyktir vegna starfslokanna af hálfu beggja aðila og mun hvorugur hafa uppi frekari kröfur á hendur hinum né frekari aðgerðir vegna málsins.

Bæði hreppsnefnd Ásahrepps og Björgvin G. Sigurðsson segjast hafa lagt áherslu á að leysa málið með hagsmuni hreppsins í huga, sem endurspeglast í því samkomulagi sem gert hefur verið.

Eru aðilar sagðir sáttir við að hafa náð fullnaðarlúkningu í málinu og óska hvor öðrum góðs gengis í framtíðinni í þessari sameiginlegu lýsingu.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi ráðherra rekinn vegna fjárdráttar í Ásahreppi

Björgvin G. Sigurðsson dró sér fé í starfi sínu sem sveitarstjóri Ásahrepps. "Fyrst með litlum greiðslum hér og þar, en vatt upp á sig líkt og snjóbolti sem rúllar niður brekku,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.

Björgvin mættur á Vog

"Dagur 0 er hann kallaður þegar stigið er inn í ljósið og vanmáttur viðurkenndur,“ segir Björgvin G. Sigurðsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×