Innlent

Hafa fengið eina og hálfa milljón vegna ísfötuáskorunarinnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margir þekktir Íslendingar hafa tekið þátt í áskoruninni.
Margir þekktir Íslendingar hafa tekið þátt í áskoruninni.
Rúmlega ein og hálf milljón hefur safnast vegna ísfötuáskorunarinnar hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá MND-félaginu á Íslandi.

Ísfötuáskorunin hefur undanfarið breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina.

Áskorunin gengur út á að taka upp myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni og í leiðinni styrkja MND samtök eða rannsóknir.

Þátttakendur skora svo á aðra að gera slíkt hið sama. Áskorunin hefur heldur betur ratað til Íslands eins og margir hafa tekið eftir á samskiptamiðlum.


Tengdar fréttir

Beckham ber að ofan í ísbaði

Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni.

Sigga Lund rennblaut í sveitinni

Sigga Lund útvarpskonan geðþekka sem býr nú á Vaðbrekku í Jökuldal með kærasta sínum þar sem hún tekst nú á við ný ævintýri sem fjárbóndi...

Cara Delevingne í kaldri sturtu

Ofurfyrirsætan gerir sér lítið fyrir og fær til liðs við sig tvær vinkonur sínar til þess að hella ísköldu vatni á sig.

Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×