Erlent

Hafa fellt meira en 1.100 vígamenn í loftárásum

Samúel Karl Ólason skrifar
Í heildina hafa Bandaríkin gert 488 loftárásir í Sýrlandi og Írak.
Í heildina hafa Bandaríkin gert 488 loftárásir í Sýrlandi og Írak. Vísir/AFP
Minnst 1.171 hefur látið lífið í loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra í Sýrlandi. Langflestir þeirra eru vígamenn Íslamska ríkisins. Þetta kemur fram í skýrslu Syrian Observatory for human rights samtakanna.

Formaður samtakanna, Rami Abdulrahman, segir að samkvæmt talningu þeirra séu 52 þeirra sem fallið hafa í loftrárásunum almennir borgarar. Hann segir líklegt að fleiri vígamenn hafi látið en þeir hafi náð að telja.

„Það er vegna þess að fólk á okkar vegum hefur átt erfitt með að komast inn á svæði þar sem loftárásir hafa verið gerðar og að IS vill helst ekki að tölur um mannfall þeirra berist út,“ segir Rami.

Í heildina hafa Bandaríkin gert 488 loftárásir í Sýrlandi og Írak samkvæmt Huffington Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×