Erlent

Hafa fellt 67 vígamenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Pakistanskir hermenn.
Pakistanskir hermenn. Vísir/AFP
Herinn í Pakistan hefur fellt 67 vígamenn Talíbana í Norðvesturhluta landsins, frá því að Talíbanar myrtu 148 manns í skóla á þriðjudaginn. Í kjölfar árásarinnar, sem 132 börn dóu í, heyrðust hávær köll á hefnd og síðan þá hefur herinn gert loftárásir og sent hermenn gegn Talíbönum við landamæri Afganistan.

Þá hefur verið ákveðið að taka sex dæmda hryðjuverkamenn af lífi og verða þeir hengdir. Samkvæmt AP fréttaveitunni liggur ekki fyrir hvaða glæpi þeir frömdu né hvenær þeir verða teknir af lífi.

Samkvæmt talsmönnum pakistanska hersins féllu tíu vígamenn í árás hermanna í gær og sautján í loftárásum. Þá segja þeir að 32 vígamenn hafi fallið í umsátri hermanna við landamæri Afganistan. Þá er því haldið fram að háttsettuð leiðtogi Talíbana í Suður-Pakistan hafi verið felldur í árás öryggissveita.


Tengdar fréttir

Þetta eru mennirnir sem myrtu 132 börn

Myndirnar fylgdu tilkynningu sem sagði ódæðið í Peshawar réttlætanlegt þar sem her Pakistan hafi drepið konur þeirra og börn um árabil.

Drápu hátt á annað hundrað skólabarna

Pakistanska talibanahreyfingin lýsti yfir ábyrgð sinni á fjöldamorðum í skóla í Peshawar. Árásin hefur verið fordæmd af þjóðarleiðtogum víða um heim.

Harmur í Pakistan

Sorg og reiði í Pakistan vegna fjöldamorðanna á þriðjudag. Talibanar segja árásina hafa verið réttlætanlega hefnd fyrir árásir pakistanska hersins undanfarin misseri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×