Erlent

Hafa eytt maríjúana fyrir þúsund milljarða á árinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Saimir Tahiri, innanríkisráðherra Albaníu.
Saimir Tahiri, innanríkisráðherra Albaníu. Vísir/AFP
Yfirvöld í Albaníu hafa lagt hald á og eytt gífurlegu magni maríjúana á þessu ári. Alls eru eiturlyfin metin á 6,4 milljarði evra, sem samsvarar nærri því þúsund milljörðum króna, eða rúmlega sextíu prósent af vergri landsframleiðslu Albaníu.

Saimir Tahiri, innanríkisráðherra Albaníu, sagði á blaðamannafundi í dag að lögregla þar í landi hafi eytt 102 tonnum af maríjúana og 530 þúsund kannabisplöntum síðan í mars. 1.900 manns hafa verið ákærðir.

Rúmlega helmingur efnanna fundust í þorpinu Lazarat í Suður-Albaníu eftir fimm daga aðgerðir lögreglunnar í júní.

Ráðherrann lýsti yfir baráttu gegn eiturlyfjum og sagði að Albanía yrði ekki lengur land þar sem maríjúana væri framleitt.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá aðgerðum lögreglu í Lazarat.

Lögreglan lagð hald á mikið magn af vopnum í Lazarat.Vísir/AFP
Gífurlegt magn kannabis var ræktað í Lazarat, en þorpið var kallað maríjúana höfuðborg Evrópu.Vísir/AFP
Lögreglumaður brennur kannabis í plastpokum.Vísir/AFP
Mikill reykjarmökkur myndaðist yfir þorpinu í þá fimm daga sem aðgerðir lögreglu stóðu yfir.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×