Viðskipti innlent

Hafa áhyggjur af "gullgrafaraæði" í ferðaþjónustunni

Stjórn Ferðamálasamtaka Íslands lýsir áhyggjum af því „gullgrafaraæði" sem virðist vera að grípa um sig í ferðaþjónustunni.

Í tilkynningu segir að samkvæmt upplýsingum úr fjölmiðlum má ætla að 3000 ný gistirúm bætist við hér á landi á næstunni. Til að fylla þau rúm þurfum við að fjölga ferðmönnum um 1,1 milljón á ári umfram þær spár sem nú liggja fyrir.

Fjöldi hótela er á teikniborðinu, án þess að fyrir liggi áreiðanlegar upplýsingar um þörfina eða hagkvæmi fjárfestinga. Á sama tíma eykst framboð á eftirlits-og leyfislausri gistingu. Ársnýting á gistihúsum og hótelum er innan við 50%

Skorað er á fjárfesta og opinbera aðila að staldra við og meta stöðuna út frá raunhæfum forsendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×