Innlent

Hafa aðeins bein til skoðunar

Birgir Olgeirsson skrifar
Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi.
Samkvæmt Landhelgisgæslunni fundust beinin yfir hundrað metra dýpi um fimmtán til tuttugu sjómílum suður af Malarrifi. Vísir/map.is
Kennslanefnd embættis Ríkislögreglustjóra hefur nú til rannsóknar líkamsleifar sem fundust á Faxaflóa nýverið. Jón Björn Bogason hjá kennslanefnd segir að í raun hafi bein fundist en ekki líkamsleifar. Tekur nú við nokkurra vikna ferli við að komast að því úr hverjum þessi bein eru. 

Fundinn má rekja til veiða fiskibáts á norðanverðum Faxaflóa í síðasta mánuði. Bein fylgdu með í veiðarfærunum og skráði skipstjórinn niður staðsetninguna og hafði samband við vaktstöð siglinga.

Lögreglan fékk tilkynningu um fundinn og var meðal annars notast við kafbát til að ná þessum líkamsleifum af sjávarbotni.

Jón Björn Bogason segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvort beinin hafi verið lengi á hafsbotni. Enginn fatnaður hafi fylgt með beinunum sem senda þarf í aldursgreiningu. Að því loknu eru tekin DNA-sýni úr þeim og þau send til Svíþjóðar í greiningu, sem getur tekið þrjár til fjórar vikur. 



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×