Innlent

Hættustigi aflýst á Patreksfirði

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Patreksfirði í gær.
Frá Patreksfirði í gær. Mynd/Helga Gísladóttir
Hættustigi vegna krapaflóðahættu hefur verið aflétt á Patreksfirði. Þar hefur kólnað og lítil úrkoma mælst frá því í gær.

21 hús var rýmt í bænum í gærkvöldi vegna hættu á krapaflóðum úr hlíðunum fyrir ofan. Þá féll tíu metra breið aur- og krapaskriða úr hlíðinni fyrir ofan Bíldudal og hafnaði hluti hennar á íbúðarhúsi.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er óvissustig ennþá í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum og verður fylgst með aðstæðum áfram í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×