Lífið

Hættur á CNN

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan er hættur á sjónvarpsstöðinni CNN en hann tilkynnti það á Twitter í dag.

„FRÉTTASKOT: Ég er ekki lengur starfsmaður @CNN,“ skrifar Piers. Hann útskýrir jafnframt að þetta hafi verið hans ákvörðun.

Jeff Zucker, yfirmaður hjá @CNN, bauð mér tveggja ára samning sem fólst í því að vera með 40 stóra viðtalsþætti. En eftir talsverða umhugsun ákvað ég að taka honum ekki - og róa á ný mið.“

Piers var með þáttinn Piers Morgan Tonight frá árinu 2011 þangað til í mars síðastliðnum. Þátturinn var tekinn af dagskrá vegna slæmra áhorfstalna.

„Ég skemmti mér konunglega þessi 4 ár hjá @CNN og ég ber mikla virðingu fyrir Jeff og fólkinu sem vinnur þar. Frábær félagsskapur, frábær stöð,“ tístir Piers jafnframt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×