Innlent

Hættuleg Gies-kerti innkölluð

Gies-kerti Kubbakertin brenna óeðlilega hratt niður. Vitað er um slys af völdum þeirra.
Gies-kerti Kubbakertin brenna óeðlilega hratt niður. Vitað er um slys af völdum þeirra.
neytendur Gies-kubbakerti hafa verið innkölluð vegna slysahættu. Neytendastofa segir að þrjár tilkynningar hafi borist um að kertin brenni óeðlilega hratt niður og geti því valdið hættu. Brunahætta er sérstaklega mikil ef um er að ræða kerti í skreytingu. Vitað er um eitt tilvik þar sem einstaklingur brenndi sig. Hægt er að skila kertunum til Ölgerðarinnar gegn fullri endurgreiðslu eða úttekt á nýrri vöru. - ibs


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×