Erlent

Hættuástand á Havaíeyjum

Fellibyljir eru talsvert tíðir á þessum slóðum.
Fellibyljir eru talsvert tíðir á þessum slóðum. Vísir/AFP
Mikið óvissuástand var á Havaí um helgina þegar fellibylurinn Ana ógnaði eyjaskeggjum með miklum vindi og vætu.

Fellibylurinn hefur verið á fleygiferð suðvestur af eyjunum Oahu og Kauai og voru gerðar ýmsar varúðarráðstafanir í kjölfarið. Sett voru upp neyðarskýli og flugi aflýst.

Ekki hefur orðið meiriháttar tjón af völdum fellibylsins en yfirvöld á Havaí eru í viðbragðsstöðu.

Árið 1992 fórust sex manns þegar fellibylurinn Iniki skall á eyjunum og eyðilagði meira en 1.400 heimili á eyjunni Kauai. Fellibyljir eru talsvert tíðir á þessum slóðum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×