LAUGARDAGUR 25. MARS NÝJAST 07:00

Úthlutun ekki í takt viđ fjöldann

FRÉTTIR

Hćtti nokkrum dögum of seint og getur ekki fundiđ sér nýtt félag

 
Körfubolti
15:00 03. FEBRÚAR 2016
Hjalti Friđriksson í leik á móti Haukum.
Hjalti Friđriksson í leik á móti Haukum. VÍSIR/VILHELM

Hjalti Friðriksson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Njarðvíkinga í Domino´s deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann við karfan.is í dag.

Vandamálið fyrir Hjalta er að þetta kemur upp nokkrum dögum eftir að félagsskiptaglugginn lokaði og því getur hann ekki skipt í annað lið.

"Ég hefði ekkert lokað á þann möguleika að fara í annað lið en þetta kom upp um leið og glugginn lokaðist þannig að það var of seint," sagði Hjalti í viðtali við karfan.is.

Hjalti kom til Njarðvíkinga fyrir þetta tímabil eftir að hafa tekið sér ársfrí frá körfuboltanum. Hann hefur skorað 5,1 stig og tekið 3,5 fráköst að meðaltali á 15,1 mínútu í leik.

Hjalti hefur spilað minna eftir því sem leið á tímabilið. Hann var að spila 20,2 mínútur í leik í október en spilatími hans var kominn niður í 11,4 mínútur í leik í janúar.

Hjalti hefur síðan aðeins spilað í samtals tíu mínútur og sautján sekúndur í fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkurliðsins eftir að liðið fékk til sín Bandaríkjamanninn Jeremy Martez Atkinson.

"Ég var ekkert að komast almennilega á strik hjá Njarðvík og svo komu upp aðrir hlutir svo það var best að segja þetta gott í bili" sagði Hjalti í fyrrnefndu samtali við karfan.is.

Hjalti Friðriksson er tveir metrar á hæð og verður 27 ára gamall seinna í þessum mánuði. Hann er alinn upp í Val en lék með ÍR áður en hann tók sér ársfrí og skellti sér í heimsreisu.

Hjalti er einn af fáum stórum mönnum í liði Njarðvíkur og liðið hefur því enn færri möguleika á að verjast mönnum inn í teig. Skilaboðin frá síðustu leikjum benda þó til þess að Njarðvíkingar ætla að keyra á minna liði út þetta tímabili.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Körfubolti / Hćtti nokkrum dögum of seint og getur ekki fundiđ sér nýtt félag
Fara efst