Erlent

Hætta notkun fíla í sirkússýningum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmaður Ringling Bros. and Barnum & Bailey segir í samtali við AP að þátttaka fíla verði hætt í áföngum fyrir árið 2018.
Talsmaður Ringling Bros. and Barnum & Bailey segir í samtali við AP að þátttaka fíla verði hætt í áföngum fyrir árið 2018. Vísir/AFP
Eitt af stærstu sirkúsfyrirtækjum Bandaríkjanna hefur tilkynnt að til standi að hætta notkun fíla í sýningum á vegum fyrirtækisins.

Í frétt BBC kemur fram að talsmaður Ringling Bros. and Barnum & Bailey segi að þátttaka fíla verði hætt í áföngum og alveg hætt árið 2018.

Ákvörðunina má rekja til vaxandi áhyggna fólks af velferð dýranna. 43 fílar eru nú í eigu fyrirtækisins og verður þeim komið fyrir í sérstöku náttúruverndarsvæði á Flórída.

Fílarnir hafa um margra ára skeið skipað mikilvægan sess í sýningum Ringling Bros. and Barnum & Bailey og hafa jafnan komið fyrir í auglýsingum fyrirtækisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×